Starfssvið

Starfsmenn RK Design hafa mjög langa reynslu í hönnun og mati á mannvirkjum, víðtækri stjórnun og samningagerð í mannvirkjagerð ásamt verktöku .
Fyrirtækið vinnur með mörgum fyrirtækjum hér heima og erlendis og getur sett saman alhliða hönnunarteymi á mjög skömmum tíma. Fyrirtækið hefur unnið með nokkrum af þekktustu hönnuðum heims og unnið að mjög þekktum mannvirkjum með og fyrir þekkt fyrirtæki innlend sem erlend. Þá hefur fyrirtækið unnið að erfiðri sáttamiðlun.

Starfssvið: Frumskoðanir, frumhönnun og fullnaðarhönnun mannvirkja, hönnunarstjórn, verkefnisstjórn, kostnaðaráætlanir, samningagerð og uppgjör.