Sýningarmál

Sýningarhönnun

Ísævintýri í Prag með ísköstulum, eldspúandi drekum, skautasvelli o.fl.

Yfirlit yfir sýningahönnun (hjá Línuhönnun)

Ríkharður Kristjánsson vann að hönnun og byggingu sýninga um all langt skeið hjá Línuhönnun. Samstarfsaðilar voru yfirleitt Árni Páll Jóhannsson sem aðalhönnuður, Exton sem sér um ljós og sýningartækni, Gagarín með margmiðlun og tölvugrafik sem og nokkrir fleiri aðilar.

Hér á eftir verða rakin nokkur verk.

A. Kvikmyndagerð:

  1. Hjólað yfir Skógarfoss. Hér er um að ræða auglýsingarmynd sem þýski leikstjórinn Wim Wenders gerði. Staðgengill í myndum um James Bond var látinn hjóla á línu yfir Skógarfoss aðeins utan við fossbrúnina. Við sáum um að hanna allan búnað sem til þurfti og tryggja öryggi leikara.
  1. Volkswagen. Um var að ræða auglýsingamynd fyrirVolkswagen í tengslum við heimssýninguna í Hannover. Okkar verkefni var að hanna og taka þátt í að byggja hengibrú yfir Markarfljótsgljúfrin á hrikalegasta staðnum. Hannað og byggt á þremur dögum.
  1. Monster. Tókum þátt í hönnun hluta af leikmynd þessarar kvikmyndar sem var framleidd af Coppola.
  1. Bjólfskviða. Aðstoðuðum Árna Pál Jóhannsson hönnuð við hönnun og byggingu á leikmynd þessarar kvikmyndar sem nýlokið er við.

B: Söfn á Íslandi

Við komum að gerð galdrasafnanna á Ströndum, bæði í Hólmavík sem og í Bjarnarfirði.

Okkar hlutverk var bæði að vera með í hugmyndavinnunni, einkum þó í seinna verkinu en síðan gera kostnaðaráætlanir og framkvæmdaplön og leysa tæknileg mál. Síðan höfum við verið að vinna með ýmsum aðilum að þriðja safninu í Trékyllisvík.

Galdrasafnið á Hólmavík

Bygging á galdrasafninu í Bjarnarfirði

Þá unnum við endurgerð Þjóðminjasafnsins og Þjóðmenningarhússins en þá sem hönnuðir en aðstoðuðum einnig við vinnu frumhugmynda að sýningu Þjóðminjasafnsins.

Síðan var Línuhönnun verkfræðilegur ráðgjafi sýningarhönnuða og stjórnanda uppsetningarinnar sýningar Þjóðminjasafnsins, Þorsteins Gunnarssonar arkitekts.

Línuhönnun hefur einnig komið að vinnu við gamla bæinn á Keldum á Rangarvöllum.

Þá vann Línuhönnun með Árna Páli Jóhannssyni að gerð hugmynda að uppbyggingu Geysissafnsins.

SÝNINGAR ERLENDIS

Heimssýningin EXPO200 í Hannover.

Línuhönnun annaðist verkefnisstjórn við undirbúning og hönnun þessarar sýningar. Verkefnið tókst svo vel að skálinn var annað vinsælasta sýningaratriðið á svæðinu og aðsóknin samsvaraði samanlagðri aðsókn hinna Norðurlandanna allra. Við sáum síðan um að selja skálann til Danfoss í Danmörku en þetta var eini skálinn á svæðinu sem seldist til áframhaldandi nota.

Við tókum einnig þátt í að þróa hugmyndir með Danfoss um risastóran vísindagarð við höfuðstöðvar Danfoss þar sem íslenski skálinn átti að verða fyrsta mannvirkið til að rísa.

Þar er þessi skáli nú risinn.

Horft framan á íslenska skálann á EXPO2000 í Hannover

Goshver sem gaus upp úr gólfi skálans

Hangandi rampi leiddi gesti milli hæða

Við gerðum einnig með Árna Páli Jóhannssyni drög að sýningu á EXPO2005 í Japan fyrir hönd íslenska ríkisins.

Árið 2004 hönnuðu þeir aðilar sem tilgreindir eru í byrjun þessarar samantektar vísindasýngu sem sett var upp í Palais de la Decouverte í París.

Línuhönnun tók að sér að annast alla sýninguna fyrir Menntamálaráðuneytið og ráða alla þá sem ráða þurfti.

Það sem var sérstætt við sýninguna var að engar tölvur voru á vísindasýningunni heldur komu leikarar í staðinn fyrir tölvurnar. Með sérstæðri sýningartækni þar sem myndum er varpað á hluta af skikkjum leikaranna gátu leikararnir sagt frá vísindaiðkun íslendinga.

Sérstakur kynningarbæklingur var gerður fyrir sýninguna.

Horft inn í sýningarsalinn að ofan, ísjaki af Jökulsárlóni fyrir neðan

Stjórnendur eins frægasta vísindasafns í heimi, Science Museum í London sáu sýninguna í París og óskuðu eftir því við sendiherrann í London að samskonar en þó stærri sýning yrði sett upp þar.

Það var einkum notkun leikara til að koma skilaboðum til áhorfenda sem hreif englendingana.

Kynningarbæklingur var einnig gerður fyrir þessa sýningu.

Ískastalar í Prag.

Þá hönnuðum við ásamt fleirum ísævintýri á gamla torginu í Prag. Um var að ræða skautasvell með ísgirðingum í kring, ísfígurum á svellinu. 5 metra háir ískastalar voru á hornum svæðisins og voru eldspúandi drekar í einum þeirra, bar í öðrum og fólk gat farið upp í þann þriðja og rennt sér niður í ísrennibraut út á svellið. Mjög erfitt tæknilegt vandamál var að gera fimm metra háa ískastala sem gátu staðið af sér 10°C umhverfishita.

Og hvernig er hægt að búa til svona háan stöðugan ískastala án frosts úti. Þetta og margt annað þurftum við að leysa. Ekki síst þurfti að sannfæra verkkaupann um að við gætum þetta. Þar hjálpaði nafnið Ísland okkur sem og nýjast mynd James Bond sem hafði verið tekin á Íslandi og sýnd þá nýverið.


Nato-ráðstefnan 2002

Þetta er ein erfiðasta “sýning” sem Línuhönnun hefur tekið að sér að skipuleggja. Þetta er um tólf hundruð manna ráðstefna sem þarf tvo risastóra fundarsali, fjöldan allan af minni sölum, miðstöð fyrir 150 fréttamenn, tækni- og útsendingaraðstöðu o.fl. o.fl.

Línuhönnun var ábyrg fyrir öllu skipulagi ráðstefnunnar, sá um að breyta hótel Sögu á örskömmum tíma að verulegu leyti úr hóteli í skrifstofubyggingu. Breyta Háskólabíói og íþróttahúsi Hagaskóla á einni nóttu í fundarsali og reisa 100 fm forhýsi við íþróttahúsið einnig á einni nóttu. Þá þurfti að breyta húsnæði Endurmenntunar HÍ í fullkomna fréttamannamiðstöð

Línuhönnun vann með lögreglu við að skipuleggja umferðarstjórnun og ökuleiðir, sat fundi með erlendum lífvörðum við að skipuleggja öryggisráðstafanir og gerði heildar skipurit og aðgerðargreiningar fyrir verkið og fylgdi þeim eftir á fundum með embættismönnum ríkisins.

Hér á eftir fylgja nokkrar myndir.

Fundarsalurinn í Háskólabíó í fullri notkun

Háskólabíó fyrir og eftir breytingar

Nokkrir af “aðalleikendum sýningarinnar”