Að baki RK design stendur dr. Ríkharður Kristjánsson verkfræðingur. Ríkharður er með tæplega 50 ára faglega reynslu í verkfræðivinnu, stjórnun og rannsóknum. Fagsvið eru steinsteyputækni, brýr og húsbyggingar, eðlisfræði bygginga, verkefnisstjórnun, hönnun mannvirkja, Hönnunarstjórnun, finite element aðferðir, viðgerðir og ending bygginga. Hann hefur einnig unnið sem dómari og matsmaður frá 1980 í yfir 100 málum.