Áhugaverð verkefni

Rannsóknarskýrsla um steypuskemmdir apríl 2012

Endurgerð Hóladómkirkju.

Hóladómkirkja

Upphaf samvinnu minnar við Þorstein Gunnarsson sem stendur enn sem og upphaf á endurgerð allra steinhúsa átjándu aldarinnar nema Landakirkju sem við erum að vinna að núna.

Hóladómkirkja

Brú á Bústaðarveg yfir Miklubraut

Brúin þótti mjög vel heppnuð bæði burðarþolslega, peningalega og útlitslega.

Páfi brúarhönnuða, þjóðverjinn Fritz Leonhardt, fór yfir hönnunina eftir að danska verkfræðistofan COWI hafði sagt hönnunina hættulega og sagði brúna eina þá best hönnuðu sem hann hefði séð.

Stafabogabrúin yfir Jökulsá á Dal

Fyrsta bogabrúin í heiminum með samverkandi stál-steypuboga. Sýndi fram á möguleika bogabrúa til að keppa í verði við bjálkabrýr. Endurvakti gerð bogabrúa á Íslandi eftir 25 ára hlé.

Göngubrúin í Fossvogsdal

Höfðabakkabrúin

Stöplar Höfðabakkabrúarinnar

Hengibrú yfir Markarfljótsgljúfrin.

Hönnuð og reist á þremur dögum fyrir þýska kvikmyndargerðarmenn.

Sundabrautarverkefnið. Myndin sýnir seglbrú sem aldrei hefur verið byggð í heiminum.

Skáli Íslands á heimssýningunni í Hannover árið 2000

30 metra hár goshver inni í skálanum.

Skáli Íslands á heimssýningunni í Hannover árið 2000 var upphaf að mjög frjórri samvinnu verkfræðistofunnar Línuhönnunar við sýningarhönnuðinn Árna Pál Jóhannsson, Gagarin og Exton.

Var talinn einn best heppnaði skáli sýningarinnar og sá eini sem fékk framhaldslíf en Danfoss keypti hann og er hann nú hluti af sýningarsvæði fyrirtækisins í Danmörku.

Skálinn fékk næst mestu aðsókn allra skála á eftir risaskála þjóðverja og um það bil sömu aðsókn og öll hin Norðurlöndin samanlagt.

Á eftir fylgdu samvinna sömu aðila við gerð vísindasýninga í París og London, galdrasafnanna á Ströndum, Ískastala í Prag, leikmynda fyrir kvikmyndir o.fl.

Nato ráðstefnan 2004

Hlutverk Línuhönnunar var að skipuleggja allt ráðstefnusvæðið og láta byggja allt sem byggja þurfti og sitja í undirbúningshópi utanríkisráðuneytisins og Nato.

Forvígismenn byggingar og skipulagsmála hjá Nato sögðu þetta í fyrsta skipti sem verkfræðistofa kæmi að þessum málum og aldrei hefði þetta gengið eins vel.

Aðalmennirnir á ráðstefnunni

Skautasvell, ískastalar með eldspúandi drekum o.fl. á gamla torginu í Prag

Verkefni sem kom til okkar Árna Páls Jóhannssonar hönnuðar vegna misskilnings.

Tékkar vissu að nýleg Bond mynd hafði verið tekin á Íslandi og héldu að miklir ískastalar sem komu fyrir í myndinni hefði verið hannaðir og gerðir af Íslendingum. Þeir leituðu því til Sagafilm sem leitaði til okkar. Í raun voru kastalarnir gerðir í London.

Tónlistarhúsið Harpa.

Hlutverk mitt. Hönnunarstjóri hússins og stýrði ég hönnun hússins og var frá ársbyrjun 2010 einnig verkefnistjóri glerhjúpsins

Flóknasta hús sem hefur verið byggt á Íslandi. Hefur hlotið mörg verðlaun m.a. sem eitt af 10 bestu tónlistarhúsum í heimi, valið hús ársins víða um heim.

Eldborg, aðalsalur Hörpu þykir einn besti hljómlistarsalur í heimi.

Speglanir í norðurhlið hússins

Glerhjúpurinn speglast í ljósu gólfinu.